Samfestingur Palm Leaves

Æðislegir samfestingar sem voru búnir til út frá fallegu kjóla sniði sem við erum að vinna í!
Athugið að módel er í blúndu samfellu innan undir – það er ekki blúnda á samfestingnum
Efri hlutinn er með djúpu V – hálsmáli & þröngum ermum.
Neðri hlutinn er svo frekar oversized en þrengist niður lappirnar í kringum hné.
Það eru svo löng bönd saumuð inn í mittið á honum sem við mælum með að binda í kross & utan um mittið svo samfestingurinn leggur áherslu á fallegt mittið.
Svo eru stórir & djúsí vasar sem liggja framan á mjöðmum & niður hliðar.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

SKU: samfestingur-palm-leaves Category:

Frekari upplýsingar

Stærð

Small, Medium, Large, XLarge