Ferða skartgripaskrín

Falleg & nett skartgripaskrín fyrir ferðasjúka glingurperrann sem lifir í okkur öllum!
Boxið er klætt svörtu eða hvítu pleðri & svo fóðrað allt með mjúku velúr efni sem fer vel með skartið.
Nú geturu hætt að skutla öllum keðjum & lokkum ofan í ikea zip-lock poka & leyfa þeim að flækjast á ferðalaginu!
Það eru 2 hólf í skríninu sem eru svo aðskilin með eyrnalokkaplötu sem tekur 20 pör af lokkum!
5 krókar fyrir keðjur & hálsmen í lokinu
Botninn er svo fullkominn til þess að stinga hringum eða hoop eyrnalokkum í.
Boxið smellir auðveldlega með einni smellu & heldur öllu á sínum stað.

Stærð : 16 x 11 x 5,5

Ath að skartið í boxinu fylgir ekki með.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.