Kvöldstund í Brá Verslun

Kvöldstund í Brá Verslun

Við í Brá Verslun fáum alltaf reglulega spurningar út í sérstakar opnanir fyrir
vinkonuhópa / saumaklúbbinn eða vinnustaðinn svo við höfum áveðið að gera þetta almennilega!

Við tökum á móti hópnum ykkar í verslun & vinnustofu okkar í Mörkinni 1 eftir opnun – sama hvort það sé á virkum degi eða um helgi.
Við förum yfir allt úrvalið í verslun hjá okkur ásamt því að tala og sýna ykkur mismunandi snið sem við erum með.
Smá göngutúr um saumastofuna og aðstöðuna sem við höfum komið okkur sem vel fyrir í og segjum og sýnum ykkur aðeins frá ferslinu á bak við hverja og eina flík

Eftir stutta og góða kynningu bjóðum við upp á léttar en gómsætar veitingar fram í verslun ásamt léttu víni og drykkjum á meðan við aðstoðum ykkur við að finna snið sem passar hverri og einni.

Kvöldið miðast við að byrja um 18:30 og er verslunin opin til 21:00 / 21:30 fyrir hópinn

Verð á kvöldstund fyrir hóp : 29,900

miðast við 15-20 manns

Allur hópurinn fær svo -15% afslátt af öllu í verslun á meðan á kvöldinu stendur.

Endilega sendið email á : baraatla@gmail.com til þess að bóka kvöldið.
Við þurfum 3- 4 virka daga til þess að panta veitingar svo því fyrr sem þið pantið – því betra!